Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Vatnsdalshólar skarta sínu fegursta. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Vatnsdalshólar skarta sínu fegursta. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 23. nóvember 2020 - kl. 14:19
Tveir hafernir við Vatnsdalshóla

Róbert Daníel Jónsson, áhugaljósmyndari og forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, náði mögnuðum myndum af tveimur haförnum við Vatnsdalshóla í morgun. Haförninn er stærsti og sjaldgæfasti ránfugl landsins, með yfir tveggja metra vænghaf, oft nefndur konungur fuglanna.

Á fuglavefnum segir að haförn sé auðgreindur á stærð og lögun og ferhyrndum vængjunum með ystu handflugfjaðrir vel aðskildar. Svífur gjarnan en er þunglamalegur í flugtaki. Oft má sjá úr mikilli fjarlægð hvar örninn svífur á þöndum vængjum yfir landi eða hafi og leitar sér að bráð, eða hvar hann situr langtímum saman kyrr á sama útsýnisstaðnum. Venjulega er hann styggur og friðsamur en getur verið ágengur við hreiður.

Fleiri myndir af örnunum má sjá á facebooksíðu Róberts Daníels Jónssonar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga