Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 24. nóvember 2020 - kl. 18:20
Appelsínugul veðurviðvörun í kvöld
UPPFÆRT

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra annað kvöld. Spáð er suðaustan 15-23 metrum á sekúndu og snjókomu eða skafrenningi, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Veðrinu fylgir ört versnandi akstursskilyrði. Á fimmtudaginn hefur svo verið gefin út önnur gul viðvörun.

Þá er búist við suðvestan 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga