Jólatrénu komið fyrir á kirkjuhólnum. Ljósm: blonduos.is
Jólatrénu komið fyrir á kirkjuhólnum. Ljósm: blonduos.is
Fréttir | 25. nóvember 2020 - kl. 10:53
Kveikt á jólatrénu við Blönduóskirkju

Grenitré hefur verið reist við Blönduóskirkju en það var fengið í Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 11,5 metra hátt. Á morgun, fimmtudaginn 26. nóvember, klukkan 10:00 verða ljósin kveikt á trénu. Dagskráin verður með breyttu sniði í ár og vegna fjöldatakmarkana verður hún ekki opin öllum.

Börnum í 1. og 2. bekk Blönduskóla er boðið að vera viðstödd, ásamt fulltrúum Blönduósbæjar. Þau munu sjá um að kveikja á jólatrénu og syngja nokkur jólalög. Viðburðinum verður streymt á facebooksíðu Blönduósbæjar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga