Mynd: FB/Blönduós
Mynd: FB/Blönduós
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Ljósm: Róbert Daníel Jónsson
Fréttir | 26. nóvember 2020 - kl. 13:33
Ljósin tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju

Í morgun voru ljósin tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju. Tréð kom úr Gunnfríðarstaðarskógi, er sitkagreni og 11,5 metra hátt. Börnum úr 1. og 2. bekk Blönduskóla var boðið að vera viðstödd þegar kveikt var á ljósunum og sungu þau tvö jólalög ásamt þremur ungum stúlkum. Að því loknu kveiktu þau Björn Steinar og Katrín Emma á jólaljósunum eftir niðurtalningu sveitarstjóra og barnanna. Jólasveinarnir létu sig auðvitað ekki vanta.

Vegna samkomutakmarkana var viðburðurinn ekki opinn öllum en streymt var frá honum á facebooksíðu Blönduósbæjar og má horfa á það hér.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga