Tilkynningar | 29. nóvember 2020 - kl. 11:12
Til eldri borgara í Húnaþingi
Frá félagi eldri borgara í Húnaþingi

Sagnfræðingurinn Leifur Reynisson hafði samband við Félag eldri borgara og óskaði eftir aðstoð við að komast í samband við fólk, sem væri reiðubúið til að miðla af þekkingu sinni „frá fortíð til framtíðar“, fólk sem segði frá minningum um lífið á fyrri tíð. Hann myndi miðla efninu inn á netsíðu samkvæmt samkomulagi við viðmælendur.

Hann vill safna sem flestum viðmælendum meðal eldri borgara. Markmiðið er að safna fróðleik  og forða frá glötun og miðla efninu til landsmanna.

Vinsamlega hafið samband við Leif Reynisson í s. 8630405 netfang leifurr@gmail.com.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga