Melstaðarkirkja
Melstaðarkirkja
Hólaneskirkja
Hólaneskirkja
Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Spjöld hengd upp á Borðeyri.
Spjöld hengd upp á Borðeyri.
Spjöld hengd upp á Hvammstanga.
Spjöld hengd upp á Hvammstanga.
#rodagyllumheiminn
#rodagyllumheiminn
Fréttir | 01. desember 2020 - kl. 13:00
Roðagyllum heiminn og upplýstar byggingar

Athugulir vegfarendur og íbúar hafa vonandi tekið eftir glæsilega upplýstum byggingum í sínu nánasta umhverfi. Sem dæmi má nefna að Hólaneskirkja, Blönduóskirkja, HSN á Blönduósi, Húnavallaskóli og Melstaðarkirkja eru allt byggingar sveipaðar appelsínugulu ljósi þessa dagana. 

Appelsínuguli liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis og er litur verkefnisins „Roðagyllum heiminn“ sem Alþjóðasamtök Soroptimista standa fyrir dagana 25. nóvember til 10. desember ásamt fjölda annarra félagasamtaka um allan heim. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum, til dæmis heimilisofbeldi sem hefur aukist hér á landi og annars staðar í heiminum í kjölfar Covid19. Það þarf að vekja athygli á þessum mannréttindabrotum og leita allra leiða til að útrýma ofbeldi.

Auk upplýstra bygginga hafa fræðandi upplýsingaspjöld verið hengd á ljósastaura á þéttbýlisstöðum, eru allir hvattir til að skoða þau. Sömuleiðis hafa búar verið hvattir til að setja eitthvað appelsínugult út í glugga þessa daga og sýna þannig stuðning sinn við málefnið, taka mynd og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #rodagyllumheiminn.

 
 
Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga