Fréttir | 01. desember 2020 - kl. 10:28
Hvetja fyrirtæki til að styrkja Velferðasjóðinn í Húnaþingi vestra

Gjafa- og starfsmannasjóður Grunnskóla Húnaþings vestra hefur ákveðið að styrkja Velferðarsjóð Húnaþings vestra núna fyrir jólin þar sem ekki hefur verið mögulegt að stefna fólki saman til skemmtunar á COVID tímum. Starfsfólk skólans skorar á önnur fyrirtæki og stofnanir í Húnaþingi vestra að styrkja velferðarsjóðinn til að létta undir með þeim sem minnst hafa um hátíðirnar.

Velferðarsjóðurinn er ætlaður til að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem búsettar eru í Húnaþingi vestra. Einstaklingar og fjölskyldur geta leitað til sjóðsins t.d. fyrir jól.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga