Frá athöfninni í gær. Ljósm: hunathing.is
Frá athöfninni í gær. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 01. desember 2020 - kl. 11:11
Ljósin tendruð á jólatrénu á Hvammstanga

Í gær voru ljósin tendruð á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá eins og venjulega. Börn í 1.-4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra voru þó viðstödd, gengu kringum jólatréð og sungu jólalög. Giljagaur leit við og Þórey Edda Elíasdóttir flutti ávarp. Streymt var beint frá athöfninni, horfa má á upptökuna hér.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að njóta aðventunnar  í faðmi fjölskyldunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga