Stefán tekur á móti lykli frá Jóhannesi, framkvæmdastjóra Ámundakinnar. Ljósm: Aðsend.
Stefán tekur á móti lykli frá Jóhannesi, framkvæmdastjóra Ámundakinnar. Ljósm: Aðsend.
Vínbúðin að Húnabraut 4. Ljósm: Aðsend.
Vínbúðin að Húnabraut 4. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 02. desember 2020 - kl. 21:47
Vínbúðin á Blönduósi flutt í nýtt húsnæði

Í síðustu viku flutti Vínbúðin á Blönduósi í húsnæði Ámundakinnar að Húnabraut 4, eftir að hafa verið nokkur ár á Húnabraut 5. Það hús var upphaflega byggt af „Húna bakara“ til að hýsa eina af fyrstu kjörbúðum landsins og síðar Búnaðarbankann.

Vínbúðin flytur nú í mun stærra rými og getur boðið Húnvetningum og öðrum fjölbreyttara úrval af dýrum veigum. Þá verður aðgengi eins og best verður á kosið, svo og nálægð við aðra þjónustu.

Stefán „ríkisstjóri“ tók við lykli sem tákn um að búðin væri kominn í hús hjá Ámundakinn.

Eins og sagt hefur verið frá á Húnahorninu á undanförnum vikum, hafa nú fjórir aðilar hafið starfsemi í húsnæði Ámundakinnar á Húnabraut 4. Vegna Covid-19 hefur ekki verið unnt að fagna þessu með viðeigandi hætti en það mun líklega verða gert síðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga