Pistlar | 07. janúar 2021 - kl. 10:54
Ótrúlegt sinnuleysi Vegagerðarinnar á Skagaströnd
Eftir Ólaf Bernódusson

Gegnum Skagaströnd liggur þjóðvegur í þéttbýli. Viðhald slíkra vega er að sjálfsögðu í höndum Vegagerðarinnar, þar með talin lýsing vegarins. Á þessari leið eru í dag 52 ljósastaurar en frá því í haust hafa 14 þeirra verið ljóslausir eða 25% stauranna yfir myrkasta tíma ársins.

Íbúar á Skagaströnd eru mjög óánægðir með þetta því ljósleysið getur verið beinlínis hættulegt á þessari fjölförnustu leið þorpsins, sérstaklega í vondu veðri og skafrenningi.

Ég veit að ég tala fyrir munn margra þegar ég krefst þess að Vegagerðina hysji upp um sig brækurnar, standa við starfsskyldur sínar og koma lýsingunni í lag strax í dag.

Ólafur Bernódusson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga