Mynd: covid.is 7. janúar 2021
Mynd: covid.is 7. janúar 2021
Fréttir | 07. janúar 2021 - kl. 11:34
Norðurland vestra með sérstöðu

Norðurland vestra er eini landshlutinn þar sem enginn er skráður í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirusmits. Síðustu daga hefur Norðurland allt og Austurland verið með núll í báðum dálkum (einangrun og sóttkví) á vefnum covid.is en samkvæmt nýjum tölum hefur það nú breyst. Tveir eru skráðir í einangrun á Norðurlandi eystra og þrír í sóttkví. Þá eru þrír skráðir í sóttkví á Austurlandi.

Í gær greindust ellefu kórónuveirusmit innanlands. Sjö þeirra voru í sóttkví við greiningu. Átta greindust á landamærunum og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. Alls voru 643 einkennasýni tekin innanlands í gær og 483 sýni á landamærum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga