Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 08. janúar 2021 - kl. 12:27
Norðan hvassviðri eða stormur og hríð

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan frá miðnætti og fram á morgun 9. janúar. Spáð er norðvestan vindi, 15-23 metrum á sekúndu og snjókomu eða skafrenningi með lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Þá hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu á morgun.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga