Fréttir | 13. janúar 2021 - kl. 11:31
Hraðallinn Hugsum hærra farinn af stað

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hófst mánudaginn undir stjórn Einars Sigvaldasonar, ráðgjafa hjá Senza. Hraðallinn fer fram á netinu í gegnum forritið Zoom þar sem frumkvöðlar af Norðurlandi vestra og Vestfjörðum koma saman. Alls taka tíu fjölbreytt fyrirtæki þátt, þar af fimm af Norðurlandi vestra sem eru: Smith & Jónsson, Skíðasvæði Tindastóls, Brúnastaðir, Extis hugbúnaðarstofa og Veraldarvinir. Sagt er frá þessu á vef SSNV.

Hraðallinn er unninn í samstarfi við Senza og Vestfjarðarstofu og stendur yfir vikuna 11-15. janúar. Markmið hraðalsins er að aðstoða fyrirtæki að vinna fjárfestakynningar, skrifa styrkumsóknir, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Fyrirtækin halda svo áfram í reglulegri eftirfylgni með atvinnuráðgjafa samtakanna næstu mánuðina.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga