Guðveig Lind. Mynd: Aðsend
Guðveig Lind. Mynd: Aðsend
Fréttir | 14. janúar 2021 - kl. 09:13
Guðveig Lind gefur kost á sér í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi

Guðveig Lind Eyglóardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Frá árinu 2014 hefur Guðveig Lind verið oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Guðveig Lind er búsett í Borgarnesi. Ein af sjö systkinum, börnum Eyglóar Lind Egilsdóttur. Fædd árið 1976, og er gift Vigfúsi Friðrikssyni verslunarmanni og saman eiga þau þrjú börn. Hún er með BA próf í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og lýkur nú í vor meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnum frá Háskólanum á Bifröst.

Í tilkynningu segir Guðveig Lind að í gegnum störf sín hafi hún sem sveitarstjórnafulltrúi haft tækifæri til að sinna fjölbreyttum trúnaðarstörfum við ólíka málaflokka. Þá hafi hún setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi í 6 ár og fengið þar jafnframt tækifæri til að vinna að sameiginlegum áherslumálum landsbyggðasamtakana.

„Sú reynsla, þekking og innsýn sem mér hefur hlotnast á þessum tíma í samstarfi við öflugan hóp fólks úr ólíkum áttum hefur eflt áhuga minn á því að starfa á þessum vettvangi enn frekar.Í störfum mínum fyrir Framsóknarflokkinn hef ég lagt áherslu á mikilvægi þess að efla þann hóp sem kemur að flokksstarfinu og hlusta á sjónarmið og áherslur ólíkra hópa. Þá tel ég gríðarlega mikilvægt er að þeir sem starfa í umboði kjósenda séu virkir þátttakendur í samfélagsumræðunni og leggi sig fram um að styðja við atvinnulífið uppbyggingu innviða á allri landsbyggðinni,“ segir Guðveig Lind í tilkynningunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga