Stefán Vagn. Mynd: FB/Stefán Vagn
Stefán Vagn. Mynd: FB/Stefán Vagn
Fréttir | 14. janúar 2021 - kl. 09:26
Stefán Vagn vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Greindi hann frá þessi á Facebook síðu sinni í gær og er ákvörðunin tekin í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Í færslu sinni á Facebook segir Stefán Vagn að hann hafi ætlað að gefa kost á sér í 2. sæti listans en að nú hafi hlutirnir breyst og staðan orðin önnur. Fyrir síðustu alþingiskosningar var Stefán Vagn í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga