Iða Marsibil. Mynd: Aðsend.
Iða Marsibil. Mynd: Aðsend.
Fréttir | 14. janúar 2021 - kl. 10:29
Iða Marsibil býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi

Iða Marsibil Jónsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Iða Marsibil er fædd  árið 1977 og uppalin á Bíldudal. Að loknum grunnskóla lá leið hennar á Laugarvatn þar sem hún sótti nám við Menntaskólann. Nokkru síðar á lífsleiðinni stundaði Iða Marsibil nám við Háskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan sem viðskiptafræðingur árið 2006. 

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 2-3 sæti á lista Framsóknar til alþingiskosninga í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hafa margir komið að máli við mig á undanförnum vikum og nú er svo komið að ég tel mig tilbúna til að taka slaginn fyrir Framsókn,“ segir Iða Marsibil í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér. 

Hún segir að árið 2014 hafi hún flutt aftur heim til Bíldudals til að taka þátt í uppbyggingu sem orðið hafi á svæðinu síðustu ár og hafi það verið í senn krefjandi og skemmtilegt verkefni. Iða Marsibil hefur starfað sem skrifstofu- og mannauðstjóri hjá Arnarlaxi síðustu árin og hefur viðtæka reynslu úr atvinnulífinu svo sem úr sjávarútvegi, landbúnaði og viðskiptum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga