Fréttir | 17. janúar 2021 - kl. 15:33
Lýsir áhyggjum yfir stöðu dýralæknaþjónustu í Húnaþingi vestra

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu. Í bókun sem samþykkt var á fundi ráðsins í síðustu viku segir að á komandi vormánuðum sé óvíst hvort starfandi dýralæknir verði með viðunandi aðstöðu í sveitarfélaginu og valdi það bændum áhyggjum. Landbúnaðarráð telur mikilvægt að málið verði skoðað með tilliti til þeirrar stöðu sem nú er uppi í sveitarfélaginu.

Landbúnaðarráð hvetur jafnframt Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Að auki ætlar ráðið að óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga