Í Húnabúð. Mynd: FB/Húnar
Í Húnabúð. Mynd: FB/Húnar
Fréttir | 19. janúar 2021 - kl. 07:23
Húnar fengu sjúkrabörur að gjöf

Björgunarsveitin Húnar fékk nýverið þrjár samanbrjótanlegar sjúkrabörur að gjöf frá Gærunum, sem er hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga. Börurnar verða settar í breytta jeppabifreiðar sem sveitin á, Húna 1, 2 og 3. Sagt er frá þessu á Facebook síðu Húna og þar færir björgunarsveitin Gærunum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf, hlýhug og velvilja sem þær hafi sýnt sveitinni, nú sem áður.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Húnabúð við afhendinguna og er af Facebook síðu Húna. F.v. Ævar Marteinsson, Helga Hreiðarsdóttir, Ágúst Þorbjörnsson, Jónína Sigurðardóttir, Kristján Svavar Guðmundsson, Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir, Árborg Ragnarsdóttir, Gréta Jósefsdóttir, Dýrunn Hannesdóttir og Freyja Ólafsdóttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga