Magnús Barðdal Reynisson afhendir Jóhannesi Torfasyni afsal fyrir húsinu. Ljósm: M.B.R.
Magnús Barðdal Reynisson afhendir Jóhannesi Torfasyni afsal fyrir húsinu. Ljósm: M.B.R.
Fréttir | 20. janúar 2021 - kl. 16:12
Ámundakinn kaupir Arion banka húsið á Blönduósi

Um miðjan desember undirrituðu fulltrúar Ámundakinnar ehf. og Arion banka hf. samning um kaup þess fyrrnefnda á húseigninni að Húnabraut 5 á Blönduósi. Í tilkynningu segir að kaupin hafi átt sér nokkurn aðdraganda, en viðræður um viðskiptin hafi staðið með hléum á annað ár. Með í kaupunum fylgja húsgögn og búnaður og öll listaverk sem prýtt hafa veggi bankans undanfarin ár.

Ámundakinn tók við húsinu nú um áramótin og hefur samningur verið undirritaður um að Arion banki verði með sína starfssemi í húsinu áfram um sinn. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga