Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 20. janúar 2021 - kl. 20:08
Gul veðurviðvörun vegna snjókomu

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra og eystra og gildir hún til hádegis á morgun. Spáð er norðan 8-15 metrum á sekúndu en sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll. Frost víða 1 til 6 stig. Búast má við talsverðri snjókomu, mest á Tröllaskaga, með líkum á samgöngutruflunum, einkum á fjallvegum.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga