Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 21. janúar 2021 - kl. 16:40
Nýir lampar settir í ljóslausa ljósastaura

Vegagerðin vinnur nú að því að setja nýja lampa í ljóslausa ljósastaura við þjóðveginn í gegnum þéttbýlið á Skagaströnd. Eins og fram kom í pistli Ólafs Bernódussonar fyrr í þessum mánuði eru 52 ljósastaurar á þessari leið og hafa 14 þeirra verið ljóslausir síðan í haust. Hann sagði íbúa á Skagaströnd mjög óánægða með þetta því ljósleysið gæti verið beinlínis hættulegt á þessari fjölförnustu leið þorpsins, sérstaklega í vondu veðri og skafrenningi.

Húnahornið hafði samband við Vegagerðina og spurðist fyrir um málið og í skriflegu svarið frá henni kemur fram að lamparnir sem voru pantaðir séu komnir á staðinn og að stefnt sé að því að setja þá upp í dag eða á morgun. Tekið er fram að veður gæti sett strik í reikninginn og tafið verkið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga