Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 22. janúar 2021 - kl. 09:35
Gul veðurviðvörun vegna norðanhríðar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna norðanhríðar á Ströndum og Norðurlandi vestra og gildir hún til miðnættis á morgun. Viðvörun er einnig í gildir fyrir Norðausturland og Austurland að Glettingi. Spáð er norðan 10-18 metrum á sekúndu og skafrenningi eða éljagangi. Skyggni getur orðið mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er áfram í gildi á Norðurlandi og hættustig á Siglufirði.  Fólk er hvatt til að fylgjast vel með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Sjá nánar um veður á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga