Fréttir | 25. janúar 2021 - kl. 11:04
Spjallað um landbúnað

Í næstu viku efna Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til spjalls um landbúnað á Facebook síðu sinni. Samtökin hafa fengið til sín viðmælendur sem hafa ýmislegt til málanna að leggja hvað landbúnað varðar og ætla að eiga við þá hálftíma spjall um málaflokkinn sem er Norðurlandi vestra mikilvægur. Dagskráin er eftirfarandi:

1. febrúar - Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og sérfræðingur í tollamálum
2. febrúar - Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST
3. febrúar - Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra
4. febrúar - Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi
5. febrúar - Þrír frumkvöðlar í vinnslu landbúnaðarafurða, Hildur Þóra Magnúsdóttir frá Pure Natura, Pétur Pétursson frá Jöklavíni og Þórhildur M. Jónsdóttir formaður Félags smáframleiðenda og verkefnisstjóri Vörusmiðju Biopol.

Samtalið hefst klukkan 11:30 alla dagana og mun standa í 30 mínútur.

Áhugasömum er boðið að senda inn spurningar til viðmælenda með því að senda póst á  ssnv@ssnv.is eða með því að setja inn spurningar í umræðuþráðinn á viðburðinum á Facebook. Þær spurningar sem berast verða bornar upp í spjallinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga