Gljúfurá. Mynd: gljufura.is
Gljúfurá. Mynd: gljufura.is
Fréttir | 18. febrúar 2021 - kl. 09:26
Hólabaksbúið sér um Gljúfurá næstu fimm árin

Veiðifélag Gljúfurár hefur samið við Hólabaksbúið ehf. um nýtingu veiðiréttar og aðstöðu við ána til næstu fimm ára. Að Hólabaksbúinu standa hjónin Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir, en þau eru búsett á jörðinni Hólabaki sem liggur að Gljúfurá og stendur veiðihúsið Gljúfurholt í Hólabakslandi. Hólabaksbúið er jafnframt, sem landeigandi, aðili að Veiðifélagi Gljúfurá.

Gljúfurá er skemmtileg tveggja stanga á, sem hentar vel fjölskyldum og litlum hópum. Veiðisvæðið er fjölbreytt og býður upp á laxveiði, ásamt bleikju- og sjóbirtingsveiði. Einnig fylgir veiðileyfi í Hópið, sem og afnot af rúmgóðu og velbúnu veiðihúsi. Sala veiðileyfa fyrir sumarið 2021 er hafin. Allar frekari upplýsingar má nálgast á www.gljufura.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga