Húnavallaskóli
Húnavallaskóli
Fréttir | 01. mars 2021 - kl. 10:07
Sameining grunnskóla stærsta málið

Jón Gíslason, formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, segir að stærsta skrefið sem stigið verði eftir sameiningu sveitarfélaganna sé sameining Blönduskóla og Húnavallaskóla. Í minnisblöðum starfshópa á vegum nefndarinnar sem kynntar verða á rafrænum íbúafundum í vikunni kemur fram að rekstrarhagræði er að því að sameina skólana. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Jón að ákveðinn aðlögunartími verði gefinn að því að leggja Húnavallaskóla niður enda þurfi að finna því góða húsnæði sem er á Húnavöllum nýtt hlutverk sem kalli á fjölbreytt störf. Fram kemur í Morgunblaðinu að tillögur samstarfsnefndarinnar verði lagðar fyrir sveitarstjórnir um miðjan næsta mánuð og er við það miðað að íbúarnir gangi til kosninga um sameiningu laugardaginn 5. júní næstkomandi.

Á miðvikudaginn 3. mars og laugardaginn 6. mars verða haldnir rafrænir íbúafundir í gegnum Zoom-fjarfundakerfið. Fyrri fundurinn er klukkan 20-23 og síðri klukkan 10-13. Fundunum verður einnig streymt á netinu og upptökur af kynningum verða gerða aðgengilegar á vefnum www.hunvetningur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga