Fréttir | 02. mars 2021 - kl. 10:22
Smáframleiðendur á ferðinni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Vörusmiðjuna BioPol, eru á ferðinni í Húnavatnssýslum þessa vikuna. Í dag er sölubíllinn á Skagaströnd og Blönduósi og á fimmtudaginn verður hann á Borðeyri og Hvammstanga.

Hægt er að kynna sér áætlun bílsins og vöruúrval nánar á Facebooksíðu Vörusmiðjunnar Biopol og einnig geta þeir sem þess óska pantað vörur í netverslun Vörusmiðjunnar og fengið afhent á viðkomustöðum bílsins.

Vikan 2.-6.mars

Þriðjudagurinn 2. mars
Skagastönd, Vörusmiðja BioPol 11.00-13.00
Blönduós, B&S Restaurant 15.00-17.00

Miðvikudagurinn 3. mars
Fljót, Keteilás 15.00-17.00

Fimmtudagurinn 4. mars
Borðeyri, Riishús 11.00-13.00
Hvammstangi, Sjávarborg 15.00-17.00

Föstudagurinn 5. mars
Sauðárkrókur, KK restaurant 11.00-13.00
Hólar, Bjórsetur Íslands 15.00-17.00

Laugardagurinn 6. mars
Hofsós, Suðurbraut 11.00-13.00
Varmahlíð, Alþýðulist 15.00-17.00

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga