Fréttir | 04. mars 2021 - kl. 07:43
Fyrri rafræni íbúafundurinn fór fram í gær á netinu

Rafrænn íbúafundur fór fram í gær um sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu. Liðlega 90 manns skráðu sig inn á fundinn á rafrænan hátt með fjarfundarbúnaði en auk þess fylgdust um 100 manns með fundinum á streymi fundarins á netinu.

Fundurinn hófst með kynningu á niðurstöðum starfshóps um sameiningu á hinum ýmsu málum og málefnum en að því loknu var fundarmönnum skipt í nokkra smærri hópa. Hver hópur fékk fimm spurningar til að svara en þær vörðuðu allar efni samstarfshópsins um sameiningarviðræðurnar. Eftir liðlega klukkustundar langa hópavinnu var fundinum slitið um kl. 22:30.

Þeir sem misstu af fundinum skulu ekki örvænta því annar fundur verður haldinn laugardaginn 6. mars og hefst hann kl. 10:00 og er hægt að tengjast honum með tengli sem er aðgengilegur á síðu verkefnisins www.hunvetningur.is.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga