Fréttir | 04. mars 2021 - kl. 10:53
Markviss tekur þátt í byssusýningu

Skotfélagið Markviss tekur þátt í árlegri byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri um helgina. Þar verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis, s.s. skammbyssur, rifflar, haglabyssur og herrifflar, ásamt ýmsu tengdu skotveiðum, m.a. úr einkasöfnum. Markviss stóð fyrir byssusýningu í Félagsheimilinu á Blönduósi í október 2018 í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Félagar úr Markviss munu koma með valdar byssur frá þeirri sýningu.

Þá mun verslunin Vesturröst sýna ýmsan búnað til skotveiða og iðkunar skotíþrótta. Félagsmenn frá Skotveiðifélagi Íslands munu einnig kynna félagið og félagsstarfið.   

Í nóvember 2018 fjallaði sjónvarpsþátturinn Landinn um byssusýningu Markviss en sýndar voru um 200 byssur. Hægt er að sjá innslag úr þættinum um byssusýninguna hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga