Auður HU 94. Mynd: skagastrond.is
Auður HU 94. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 04. mars 2021 - kl. 11:39
Auður HU 94 á Skagaströnd aflahæstur

Á vef Skagastrandar segir frá því að báturinn Auður HU 94 á Skagaströnd er aflahæsti báturinn á landinu undir 8 brúttótonnum, sem af er ári. Landaður afli í janúar og febrúar nam rúmum 20 tonnum og er Auður HU 94 eini báturinn í þessum stærðarflokki á landsvísu sem hefur landað yfir 100 tonnum það sem af er kvótaárinu. Öllum afla er landað í heimabyggð á Skagaströnd.

„Öllum afla hefur verið landað í heimabyggð á Skagaströnd sem verður að teljast einn besti staður á landinu til að gera út með þeim hætti sem Auður HU 94 gerir þegar horft er til byggðarkvóta sem landa má á markað og gráslepputímabilsins sem næst áður en strandveiðar hefjast svo í maí ár hvert. Glæsilegur árangur hjá Birki Rúnari Jóhannssyni, útgerðaraðila Auðar HU 94,“ segir á vef Skagastrandar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga