Fréttir | 05. mars 2021 - kl. 10:06
Starf leikskólastjóra auglýst laust til umsóknar

Blönduósbær auglýsir á vef sínum stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Stefnt er að því að ráða í stöðuna frá og með 1. júní næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er að faglegum leiðtoga með mikinn metnað sem leggur áherslu á velferð og framfarir barna í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi.

Leikskólinn er fimm deilda skóli með um 70 leikskólabörn frá 8 mánaða aldri. Einkunnarorð leikskólans er leikur-gleði-virðing. Barnabær hefur unnið með þróunarverkefnið Málþroski og læsi -færni til framtíðar og innleiðir nú hugmyndafræðina um jákvæðan aga. Haustið 2021 munu starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu innleiða þróunarverkefnið Lærdómssamfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskóla
  • Faglegur leiðtogi sem mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Blönduósbæjar, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun
  • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf leikskólakennara, skv. núgildandi lögum, er skilyrði
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða
  • Kennslureynsla á leikskólastigi
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun kostur
  • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð, skv. lögum um leikskóla

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ (Félags stjórnenda leikskóla). Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf sem tilgreinir m.a. ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi skal fylgja umsókn. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið valdimar@blonduos.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga