Tilkynningar | 05. mars 2021 - kl. 21:56
Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi
Frá HSN Blönduósi

Öllum konum á Íslandi verður boðin skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði á tveggja ára fresti og konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini að jafnaði á fimm ára fresti.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini

Konur geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini þegar boðsbréf berst, hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513-6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga eða með því að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

Panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini

Konur jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landsbyggðinni geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á sinni heilsugæslustöð í gegnum Heilsuvera.is


Á Blönduósi er hægt að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini í gegnum Heilsuvera.is vefbókun, eða í síma 432-4100 milli kl: 8:00 og 16:00.

Skimun fyrir brjóstakrabbameini.

Blönduós

Skimað verður fyrir brjóstakrabbameini á Blönduósi 17. til 19. mars 2021. Tímapantanir sjá að ofan.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga