Gagnaver Etix Everywhere. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Gagnaver Etix Everywhere. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 15. mars 2021 - kl. 14:58
Heitt loft frá gagnaverinu gæti nýst til ylræktar

Varminn frá gagnaverinu frá Blönduósi er allt að 40 gráðu heitur og gæti nýst til ylræktar á matvælum í 20-30 þúsund fermetra gróðurhúsi, sem yrði þá byggt sem næst gagnaverinu. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fengu nýverið styrk að fjárhæð sex milljónir króna til að kanna nýtingu á svokölluðum glatvarma frá gagnaverinu, en það er ónýttur varmi eða orka sem streymir frá fyrirtækjum og hægt væri að nýta.

Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina var rætt við Magnús Jónsson, verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV, um verkefnið sem hefur verið í skoðun í tæpt ár. Sagði hann að loftið sem streymir frá gagnaverinu væri sirka 37-40 gráðu heitt loft, sem bara hiti andrúmsloftið. Hann sagði að það hafi verið áætlað að gagnaverið gæti hitað allt að 20-30 þúsund fermetra gróðurhús og að vonir stæðu til þess að eftir 2-3 ár þá myndi það liggja fyrir hvað hægt yrði að gera.

Sjá nánari umfjöllun á vef Rúv.

Tengd frétt:

SSNV hlýtur styrk til að meta eiginleika og nýtingu glatvarma í gagnaverinu á Blönduósi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga