Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Mánudagur, 15. júlí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júlí 2024
SMÞMFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:24 0 0°C
Laxárdalsh. 05:24 0 0°C
Vatnsskarð 05:24 0 0°C
Þverárfjall 05:24 0 0°C
Kjalarnes 05:24 0 0°C
Hafnarfjall 05:24 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
28. júní 2024
Verum upplýsandi
Ég er sólginn í að lesa alls konar fundargerðir, t.d. frá sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Í þeim má finna margt áhugavert og annað minna áhugavert.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Eyjólf Ármannsson
08. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júlí 2024
77. þáttur. Eftir Jón Torfason
01. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Nöldrið | 17. mars 2021 - kl. 16:28
Menning étur stefnu

Vorið er á næsta leiti, eða það vonar maður. Annars getum við hér í Húnaþingi ekki kvartað mikið undan vetrinum í vetur, hann hefur ekki verið slæmur. En þegar hitastigið er komið upp í 10 stig í marsmánuði þá kemur svo sannarlega vorfiðringur í mann. Vonandi lætur páskahretið ekki sjá sig og við fáum gott vor og svo gott sumar í framhaldinu.

Í skýrslu Byggðastofnunar um orkukostnað heimila 2020 koma fram áhugaverðar upplýsingar, t.d. að það er 47% ódýrara að hita upp 140 fermetra hús á Hvammstanga en á Blönduósi og Skagaströnd. Þessir staðir njóta þess að vera með hitaveiti, eins og allir þéttbýlisstaðri á Norðurlandi vestra. Á Blönduósi og Skagaströnd kemur heitavatnið frá RARIK en á Hvammstanga kemur það frá Hitaveitu Hvammstanga. Húshitunarkostnaðurinn á Blönduós og Skagaströnd var 162 þúsund krónur á síðasta ári en á Hvammstanga var hann 110 þúsund. Lægsti húshitunarkostnaður á Norðurlandi vestra er hjá Skagafjarðarveitum, í Varmahlíða og á Hofsósi um 90 þúsund krónur og á Sauðárkróki um 93 þúsund. Það er því 80% dýrara að kynda hús á Blönduósi en á Hofsósi, það munar um minna.

Til stendur að kjósa um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu laugardaginn 5. júní næstkomandi. Sameiningarviðræðurnar hafa staðið yfir frá haustinu 2017 með mismiklum krafti en eins og sjá má vefnum Húnvetningi og eldri vef sameiningarnefndarinnar hefur heilmikil vinna farið fram á tímabilinu. Í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega var haft eftir Jóni Gíslasyni, formanni samstarfsnefndar um sameiningu, að „eiginleg sameining ætti ekki að vera flókin,“ og að það væri „ekkert stórt skref að gera þetta að einni stjórnsýslueiningu.“ Vísaði Jón til þess að sveitarfélögin starfi nú þegar mjög náið saman.

Í sameiningum er minnsta málið að sameina kerfi, verkferla, húsnæði, tól og tæki, já og stjórnsýslueiningar. En það er ekki eins einfalt að sameina fólk og ólíka menningu. Menning er samblanda t.d. af viðhorfum, viðmiðum, gildum og hegðun. Hana má útskýra sem eitthvað óáþreifanlegt sem er innan hvers samfélags, eða fyrirtækis ef það á við. Það getur tekið langan tíma að byggja upp nýja menningu með nýju fólki, ólíkum viðhorfum, venjum og vinnubrögðum. Og eitt sveitarfélaga getur ekki þvingað sinni menningu upp á annað sveitarfélag. Menningin er sterkt afl og menning étur stefnu í morgunmat. Ef menningin með­tekur ekki stefnuna, þá skiptir stefnan engu máli.

Nú er ég ekki að leggja mat á það hversu ólík menningin er milli t.d. Blönduóss og Skagastrandar, eða Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. En hún er í það minnsta ekki eins og mikilvægt er að viðurkenna og samþykkja það. Ef stefna og framtíðarsýn sameinaðs sveitarfélags er skýr og skiljanleg og flestum íbúum þóknanleg er líklegt að þeir samþykki sameiningu. Ef stefnan og framtíðarsýnin er óljós, illskiljanleg og ósanngjörn munu íbúar aldrei samþykkja sameiningu. 

Stóra áskorun samstarfsnefndarinnar liggur því ekki í sameiningu kerfa og stjórnsýslueininga, heldur í að sannfæra íbúa sveitarfélaganna um að framtíðin sé betri í sameinuðu sveitarfélagi. Og ef sameiningin er samþykkt þá er stærsta áskorunin að byggja upp nýja menningu, viðhorf, venjur og vinnubrögð sem einkenna muni nýtt sameinað samfélag til framtíðar.

Þær eru áhugaverðar hugmyndirnar sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa unnið að og tengjast glatvarma frá gagnaverinu á Blönduósi. Varminn frá gagnaverinu er allt að 40 gráðu heitur og gæti nýst til ylræktar á matvælum í allt að 30 þúsund fermetra gróðurhúsi. SSNV hefur fengið 6 milljón króna styrk til að kanna nýtingu á þessum hita sem frá gagnaverinu kemur og væri það óskandi að hann gæti skapað fleiri störf en gagnaverið sjálft gerir.

Gleðilega páska!
Kveðja, Nöldri.

Höf. Nöldri
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið