Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
Tilkynningar | 31. mars 2021 - kl. 18:11
Sumarstörf í Heimilisiðnaðarsafninu

Til boða eru tvö störf í Heimilisiðnaðarsafninu við safnvörslu í sumar þ.e. í júní, júlí og ágúst.

Lágmarks aldur er 18 ár en starfið fellst í að taka á móti safngestum og leiðsegja um safnið. Einnig að sinna daglegum þrifum í safnhúsinu og nánasta umhverfi s.s. að halda stéttum snyrtilegum. Safnið er þátttakandi í verkefni Ferðamálastofu “Hreint og öruggt/Clean and Safe” en með þátttökunni sýnir safnið að það er tilbúið að taka á móti viðskiptavinum á ábyrgan og öruggan hátt.

Starfsmaður þarf að hafa ríka þjónustulund, vera grandvar, heiðarlegur og kurteis í allri framkomu og ævinlega snyrtilega til fara. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjónustu og/eða afgreiðslustörfum. Þá þarf starfsmaður að hafa gott vald á íslensku og ensku og önnur tungumálakunnátta æskileg, einnig er nokkur tölvukunnátta nauðsynleg.

Starfskjör fara eftir kjarasamningi sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Umsóknarfrestur til 10. apríl.

Allar nánari upplýsingar veitir Elín S. Sigurðardóttir í síma 862 6147.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga