Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 03. apríl 2021 - kl. 11:26
Norðanhríð í kvöld

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra í dag en spáð er suðvestan stormi fram eftir degi og norðan hríð í kvöld. Hvassviðrið byrjaði í gærkvöldi og nú er suðvestan 5-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Í kvöld snýst vindur og er spáð norðan 10-15 m/s með talsverðri snjókommu eða skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni og versnandi færð. Veður fer ört kólnandi og líkur eru á mikilli hálku.

Sjá nánar á www.vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga