Horft til Spákonufells af Spákonufellshöfða.
Horft til Spákonufells af Spákonufellshöfða.
FrĂ©ttir | 03. apríl 2021 - kl. 11:42
Skógræktarátak í hlíðum Spákonufells

Í sumar verður stórhuga skógræktaráætlun hleypt af stokkunum á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Skagastrandar í hlíðum Spákonufells. Skógrækt ríkisins og Sveitarfélagið Skagaströnd hafa gert með sér samning um átakið með aðkomu skógræktarfélagsins. Áætlað er að gróðursetja 176 þúsund plöntur af ýmsum tegundum á um 80 hektara svæði í Spákonufellinu.

Þetta kemur fram í pistli Ólafs Bernódussonar, fréttaritara Morgunblaðsins, er hann skrifar um bæjarlífið á Skagaströnd í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að markmiðið með átakinu sé að skapa skemmtilegt útivistarsvæði og binda kolefni úr andrúmsloftinu.

Til að þetta sé hægt verður að leggja akfæra stíga um svæðið og plægja það upp að hluta. Því er hætt við að áberandi sár verði í fjallinu meðan gróðurinn er að ná sér á strik. Áætluð verklok eru 2026.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga