Nýr Húni 3. Mynd: FB/Bjsv.Húnar.
Nýr Húni 3. Mynd: FB/Bjsv.Húnar.
Fréttir | 03. apríl 2021 - kl. 15:27
Húnar endurnýja Húna 3

Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra keypti nýverið Toyota Hiace bifreið af Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. Leysir hún af hólmi eldri bifreið, Húna 3. Bifreiðin er búin fjarskiptatækjum, ljósum og öðrum búnaði sem til þarf og er hún merkt samkvæmt nýjum staðli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Sagt er frá þessu á facebookarsíðu Húna þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin sunnan í Holtavörðuheiðinni þegar verið var að koma björgunarbátnum Birnu heim. Báturinn var í „slipp“ hjá GG Sport í Reykjavík.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga