Á Kjalvegi. Mynd: FB/Blanda
Á Kjalvegi. Mynd: FB/Blanda
Á Kjalvegi. Mynd: FB/Blanda
Á Kjalvegi. Mynd: FB/Blanda
Fréttir | 03. apríl 2021 - kl. 21:32
Bílar sátu fastir í ís á Kjalvegi

Björg­un­ar­fé­lag­inu Blöndu barst út­kall gær­kvöldi vegna tveggja bíla sem sátu fast­ir í ís og klaka á Kjal­vegi. Flugbjörgunarsveitin frá Varmahlíð var einnig fengin til aðstoðar og var viðbúnaður því nokkur. Saga þurfti ísinn í kringum annan bílinn til þess að hægt væri að draga hann upp úr ísvatninu. Ekki urðu slys á fólki og var aðgerðum lokið skömmu eftir miðnætti.

Sagt er frá þessu á facebookarsíðu Björgunarfélagsins Blöndu, þaðan sem meðfylgjandi myndir eru fengnar. Mbl.is segir einnig frá þessu og þar er haft eftir Hjálmari Guðmundssyni, formanni Böndu, að stanslaus umferð sé um Kjalveg og að það sé þekkt á þessum slóðum að stórir pollar myndist í lægðum, sem frysti svo þegar kólnar. Bílarnir fóru því ekki út af veginum, heldur festust bara í klaka á miðjum Kjaleginum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga