Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Laugardagur, 10. apríl 2021
S  4 m/s
C
Olís
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2021
SMÞMFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands
Blönduós 14:00 S 4  2°C
Þverárfjall 14:00 SV 6  -3°C
Vatnsskarð 14:00 SSA 6  -4°C
Brúsastaðir 14:00 ASA 4  2°C
Holtavörðuh 14:00 S 4  -3°C
Laxárdalshe 14:00 SSV 3  0°C
Reykir í Hr 14:00 S 5  1°C
Reykjavík 14:00 VSV 2  3°C
Akureyri - 14:00 N 2  1°C
Egilsstaðaf 14:00 S 2  1°C
Vegagerðin
Holtavörðuh. 14:30 196.0 7 -3°C
Laxárdalsh. 14:30 SV 2 0°C
Vatnsskarð 14:30 SSA 6 -4°C
Þverárfjall 14:30 SV 6 -3°C
Kjalarnes 14:30 ASA 5 3°C
Hafnarfjall 14:30 VSV 2 2°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
17. mars 2021
Menning étur stefnu
Í sameiningum er minnsta málið að sameina kerfi, verkferla, húsnæði, tól og tæki, já og stjórnsýslueiningar. En það er ekki eins einfalt að sameina fólk og ólíka menningu.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
09. apríl 2021
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
05. apríl 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
05. apríl 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
29. mars 2021
Eftir Björn Guðmundsson
22. mars 2021
Eftir Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur
19. mars 2021
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
18. mars 2021
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún. Mynd: Héraðsskjalasafn A-Hún.
Sigurður Jónsson (1898-1968) frá Brún. Mynd: Héraðsskjalasafn A-Hún.
Pistlar | 05. apríl 2021 - kl. 15:47
Stökuspjall: Óvís þök um nætur
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Fjalldalur mikill er í skjólunum bak við Langadalsfjallið, fjölmenni bjó þar fyrir einni öld og kirkjusókn áttu Laxdælingar til þriggja kirkna: Sú ysta er á Höskuldsstöðum, miðdalurinn sótti að Holtastöðum og þeir sem syðst bjuggu að Bólstaðarhlíð. Mörk var yst í Hlíðarsókn. Þar á Laxárdal finnast nokkuð sérstök bæjanöfn eins og Sneis, Tungubakki, Vesturá, Móbergssel, Mjóidalur, Skyttudalur og Mörk.

Á Mörk mátti hafa stórbýli, en þar einnig stundum margbýlt, fátækt húsmennskufólk safnaðist þangað í gamlan stóran bæ sem stóð þar fram á daga Erlendar á Mörk, sem ólst þar upp frá því foreldrar hans fluttu þangað 1867. Þar stóð búskapur móðurforeldra minna frá vorinu 1917. Þar fæddust Ingimar og mamma/Sigr.Ól. og ólust upp í hlýju systkinahópsins. Helga María og Pálmi fæddust í Ketu. Geymd eru bréf Jósefínu ömmu sem tekur svari gras- og fannadalsins, þegar mágkona hennar, Stefana Björnsdóttir úr Hegranesinu setur upp undrunarsvip yfir því að hún skuli ekki vera þar í hópi sem kýs að velja sér bústað þar í þröngbýlli og ásóttri sveit.

Jósefína átti frændgarð hagorðra karla og kvenna, sem kenndur var við Eiríksstaði og þar í systurson Gísla Ólafssonar, Torfa Sveinsson frá Hóli, sem orti harla vel um Laxárdalinn:

Hvar sem ég um foldu fer
fjalla girti salur
fegri engan finn ég þér
Fremri-Laxárdalur. TS

Barðstrendingur mikill – en þó hliðhollur Húnaþingum –  Glúmur organisti heyrði Torfavísuna og gat ekki stillt sig að stuðla nýja vísu – í sviplíkum anda:

Sannlega Torfi sýnir oss
sjá sig þurfi um hönd
því ofar öllu er fjara og foss
og fjöll á Barðaströnd. GlG 12/9 ´09

Víkur nú sögunni yfir í Svartárdal.

Glúmur hafði lesið – í Stikli 2 – um uppboðið á Brúnarhlaði 10. maí 1912, hátt í þrjú hundruð númer, þar sem Páll í Sauðanesi keypti númer 3, nýja testamenti á tíu aura, en hann keypti líka dýrasta hestinn á hlaðinu, brúnan, 6 vetra á 156 kr. og 30 aura. Þar var þá komið númer 260.

Síðasta númerið, 278, var kálfur sem Jóhann á Torfustöðum keypti á 16 kr. og 10 aura. Meðal dætra þessa Jóhanns var Guðrún í Vallanesi móðir Eiríks bónda þar og Hebbu í Brekku en önnur dóttir var Valgerður seinni kona sr. Björns á Auðkúlu.

Nú! en Glúmur skoðar uppboðsskrána og setur saman þessa heilræðavísu:

Nóg er að eiga rúm og rokk
reiðing, hrífu og Njálu
kistil, náttgagn, ketil, strokk
kött og hólpna sálu. GlG

Fjórtán ára skáldsefni var á hlaðinu, Sigurður frá Brún, sem misst hafði móður sína þegar hann var á sjöunda ári en hlaut nú að sjá á bak föður sínum og því var þessi mannsafnaður, þessi sveitungafjöld á hlaðinu heima hjá honum. Sumir teymdu burt stórgripi, ráku þaðan sauði, en sumir fluttu burtu bækur og amboð.

Sigurður varð kennari að ævistarfi en ekki síður þekktur af hrossum sínum, Snúð og Snældu, bókarskrifum um hross og orti auk þess snjöll ljóð og gaf út. Allmörg ljóð á Sigurður í margra binda ljóðsafni völdu af Kristjáni Karlssyni en sum þeirra eru komin inn á Húnaflóa/vísnavef.

Sagt er, að unglingurinn hafi seint eða jafnvel ekki jafnað sig að fullu á þessum atburði, en uppboðinu stjórnaði Guðmundur Erlendsson hreppstjóri í Mjóadal með fulltingi tengdasonar síns Stefáns Sigurðssonar sem síðar bjó á Gili. Rómaðir úrvals- og fyrirmenn. Með þeim í ráðum var Jónas Illugason í Brattahlíð, fræðaþulurinn snjalli og heimilisvinur á Brún sem byggði sér síðar bæ á Fornastöðum við Blönduós og undi þar ellinni. Þessir góðu sveitungar Brúnardrengsins kunnu ekki annað ráð betra að efla hag hans og leið til mennta. Nám hóf hann hjá öðrum Mjóadalsmanni, Sigurði skólameistara Guðmundssyni á Akureyri. Hann hvarf fljótlega frá menntaskólanáminu, fór suður til kennaranáms og stundaði síðar kennslu.

Vinur Sigurðar var Höskuldur í Vatnshorni, faðir Sigríðar á Kagaðarhóli, Einars á Mosfelli, Kristjönu á Melaleiti og Sveins Skorra rithöfundar og bókmenntafræðings.

Höskuldur orti um ferðalög Brúnar-Sigga:

Hugann seiðir hæð og mór
hátt hann reið með slögum.
Margar leiðir fann og fór
frammí heiðardrögum.

Hátt til fjalla frosts um nátt
fölur hallast máni.
Jökla skalla jafnt og þrátt
jagar mjallar gráni.

Um vindgnúinn fannafald
ferð hann snúa kunni
við að búa upp tösku og tjald
talaði drjúgum munni.

Lék með ólgu í æðunum
úfna kólgu í svipnum
kuldabólgu í kvæðunum
að klækja sólgna gripnum.

Oft er klökugt upp um fjöll
óvís þök um nætur.
Veðra hrök og vatnaföll
velta um jökulrætur. HE

Nágranni úr næstu sveit orti um ferðagarpinn, sagnameistarinn Indriði G.:
Er heimreiðir duna undan hestum langferðalaga
og hleypt er í tún
þá fylgir gestum af öræfum gustmikil saga
um Sigurð frá Brún.

Úr Fljótshverfi hélt hann og allt til Eyjafjarðar
í einum hvínandi fleng.
Þá var ei hugsað hvort hestur næði til jarðar.
Þá var súgur af dreng. IGÞ

Sjálfur orti Sigurður um heiðina:

Leirur, hnjótar, lágur víðir
lambagrasabreiður
dvínar ekki enn um síðir
ykkar galdraseiður.

Þú hefir víða, hljóða heiði
hlotið flest mín kvæði.
Blöskrar þér þótt elli eyði
eg í hvíld og næði? Th. Lange/hálfþýtt af SJ – Heiðin

Meira efni:
Merkurfréttir 1917: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17850
Vísna- og sagnavefur Glúms Gylfasonar: https://annalsvert.is/
Uppboð á Íslandi: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80616
Höskuldur Einarsson: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5627
Indriði G. Þorsteinsson: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=5380  
SJ – Heiðin – hálfþýtt af SJ: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/ljod.php?ID=4142
Sigurður frá Brún – ljóð og lausavísur inn á Húnaflóa/vísnavef: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16087
Af skáldum á Laxárdal: http://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=16087
Erlendur á Mörk í gömlu stökuspjalli: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13177

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
04. febrúar 2020
Róbinson Krúsó meðferðin
Við getum flest verið sammála um að jákvæð hugsun sé forsenda þess að samþykkja það að jákvæðni auki líkurnar á skilningi og að skilningur sé ein helsta breytan í góðum mannlegum samskiptum.
::Lesa
Spaugið
28. mars 2021
Andalampinn
Jón er á gangi þar sem Kyrrahafið skolar fjörusanda Kaliforníu þegar hann hrasar um gamalt lampahró. Hann tekur lampann upp og stýkur af honum óhreinindin.
::Lesa

©2021 Húnahornið