Pallaball á Húnavöku. Mynd: blonduos.is
Pallaball á Húnavöku. Mynd: blonduos.is
Fréttir | 06. apríl 2021 - kl. 14:20
Viðburðadagatal á vef Blönduósbæjar

Blönduósbær hefur opnað viðburðadagatal á vef sveitarfélagsins. Dagatalið er hugsað til þess að halda saman öllum viðburðum í sveitarfélaginu á einum stað og til að auðvelda bæjarbúum og gestum bæjarins að sjá hvað um sé að vera á svæðinu, að því er segir í tilkynningu á vef Blönduósbæjar.

Viðburðadagatalið er opið öllum sem vilja koma upplýsingum á framfæri um viðburði sem haldnir eru í sveitarfélaginu Blönduósi. Með því að ýta á „Senda inn viðburð“ á vef Blönduósbæjar þá er hægt að óska eftir að viðburður fari inn á dagatalið.

Ef spurningar vakna varðandi viðburðadagatalið er hægt að hafa samband við menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar á netfangið kristin@blonduos.is eða í síma 455-4700.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga