Fréttir | 07. apríl 2021 - kl. 09:23
Tæpar tvær milljónir úr Sprotasjóði

Félags- og skólaþjónusta A-Hún. hefur fengið úthlutað 1,9 milljón krónur úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2021-2022. Styrkurinn er fyrir verkefnið Lærdómssamfélagið í skólum í Austur-Húnavatnssýslu og eru samstarfsstofnanir: Höfðaskóli, Barnaból, Blönduskóli, Barnabær, Húnavallaskóli og Vallaból.

Sjóðinum bárust alls 105 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 302 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 42 verkefna að fjárhæð rúmlega 54 milljónir.

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Sjá nánari upplýsingar um úthlutanir úr Sprotasjóði hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga