Tilkynningar | 07. apríl 2021 - kl. 15:31
Frá Félags- og tómstundastarfinu á Blönduósi

Félags- og tómstundarstarfið okkar á Þverbraut 1 á Blönduósi verður opið frá klukkan 14-17 á mánudögum og fimmtudögum fyrir handavinnu og á þriðjudögum fyrir spilamennsku. Heilbrigðisráðaneytið hefur veitt okkur undanþágu til að taka á mót 18 manns hverju sinni. Von okkar er að sem flestir geti nýtt sér þessa þjónustu.

Við leitum til ykkar um hvort þið eigið garn dokkur eða hespur sem má vinda upp.

Garn dokkur eru undnar upp en við endur vindum þær, þetta mega líka vera hniklar (ekki Lopi ). Það er yndislega kona hún Herdís Ellertsdóttir sem styttir sér stundir við að vinda upp bæði heima og í starfinu hjá okkur. Nú er gott að fara að taka til í garninu sínu og láta vinda það upp.

Margar hugmyndir eru í dag til að vinna upp garnið sitt og til dæmis byrja á jóla og afmælisgjöfum tímalega. Sæki og skila á 540. svæðinu ef óskað er eftir því annars má koma með til okkar á Þverbraut 1 á opnunartíma.

Viljum við koma á þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa okkur lið í þessu verkefni.

Ef óskað er eftir akstri vinsamlegast hringið í síma 455 4785.

Bestu kveðjur til ykkar.
Félags- og tómastundastarfið/ Þverbraut 1
Sísa Sissú og Vallý

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga