Fréttir | 12. apríl 2021 - kl. 16:14
Hacking Norðurland að fara af stað

Nýsköpunarviðburðurinn og lausnarmótið Hacking Norðurland fer fram dagana 15. - 18. apríl og er ætlað að virkja skapandi og lausnamiðaða hugsun og styðja við nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Nýsköpunar í Norðri og Nordic Food in Tourism.

Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmiðið er einnig að draga fram í sviðsljósið öflugt frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman frumkvöðlasenurnar í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi.

Lausnamótið fer að stærstum hluta til fram í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafræn leið til samsköpunar, þróuð er af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Þátttaka er ekki háð staðsetningu og er öllum velkomið að taka þátt.

Fyrstu verðlaun eru 500.000 krónur, ásamt fjöldi aukaverðlauna - þ.á.m. frá 1238 : The Battle Of Iceland, Grána, Hótel Laugarbakki, Hótel Hvammstangi, Spákonuhof, Grásteinn guesthouse, North Sailing, Veitingastofan Sólvík, Sel-Hótel Mývatn, Harbour Restaurant, Selasetur Íslands.

Hér er hægt að skrá sig

Nánari upplýsingar má finna á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en þar má meðal annars sjá alla þá mentora sem verða til taks á lausnarmótinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga