Íbúðirnar á Smárabraut
Íbúðirnar á Smárabraut
Fréttir | 14. apríl 2021 - kl. 13:23
Hnjúkabyggð 29 úthlutað til Bæjartúns

Blönduósbær hefur úthlutað Bæjartúni íbúðafélagi hses. lóðina Hnjúkabyggð 29 til byggingar 15-20 íbúða fjölbýlishúss á tveimur hæðum, í tveimur áföngum, með stofnframlagi sveitarfélagsins, ásamt stofnframlagi ríkisins og leiguíbúðaláni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Bæjartún tengist félögunum Hrafnshóli og Nýjatúni og byggt hafa íbúðir við Sunnubraut og Smárabraut á Blönduósi. Nýjatún er leigufélag í eigu Hrafnshóls. Hrafnshóll hefur undanfarin ár byggt íbúðarhúsnæði á Reykhólum, Ísafirði og í Súðavík auk þess að vera með í undirbúningi 20 íbúða hús á Bíldudal, í Bolungarvík og Vopnafirði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga