Fréttir | 16. apríl 2021 - kl. 19:42
Ingvi Rafn tekur við Kormáki Hvöt
Frá Kormáki Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021. Ingva þarf ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda er hann meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar. Ingvi mun leika með liðinu í sumar, enda hefur kappinn farið hvínandi af stað í vorleikjunum og leitt línuna í Lengjubikarnum af miklum krafti.

Þökk sé öflugum sóttvarnaraðgerðum undanfarnar vikur fer að líða að því að hægt verði að hefja leik í sumarmótunum. Fyrsta verkefni nýs þjálfara verður í bikarkeppni KSÍ sem áætlað er að fari fram undir lok aprílmánaðar.

Penninn hefur verið á lofti á skrifstofu Kormáks Hvatar og von á fleiri fréttum fyrr en varir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga