Fréttir | 28. apríl 2021 - kl. 15:16
Örráðstefna um almenningssamgöngur

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir örráðstefnu um almenningssamgöngur miðvikudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 11-12. Kynnt verður fýsileikakönnun almenningssamgangna á Norðurlandi vestra sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri með styrk úr byggðaáætlun.

Erindi flytja þau Nanna Steina Höskuldsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Halldór Jörgensson forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni.

Dagskrá:

  1. Fýsileikakönnun almenningssamgangna á Norðurlandi vestra - Hjalti Jóhannesson sérfræðingur hjá RHA.
  2. Nýjar leiðir í almenningssamgöngum - Nanna Steina Höskuldsdóttir SSNE.
  3. Breytingar á greiðslufyrirkomulagi og á nemakortum - Halldór Jörgensson, Vegagerðinni

Ráðstefnunni verður streymt á facebook síðu SSNV.

Hægt verður að spyrja spurninga á slido.com #viltufar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga