Fréttir | 28. apríl 2021 - kl. 15:24
Ipadnámskeið Arion banka á Blönduósi

Farskólinn, í samstarfi við Arion Banka, býður upp á námskeið í notkun Arion appsins og netbankans. Farið verður yfir helstu bankaaðgerðir sem viðskiptavinir geta framkvæmt sjálfir. Námskeiðið er öllum opið, gjaldfrjálst og stendur í tvær klukkustundir.

Hvar: í Samstöðusalnum, Þverbraut 1, Blönduósi.
Hvenær: Fimmtudaginn 29. apríl kl. 16:00 - 18:00. Mánudaginn 3. maí kl. 16:00 - 18:00.
Leiðbeinandi: Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Blönduskóla.

Skráningar hér eða í síma 455 6010, einnig á farskolinn@farskolinn.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga