Fréttir | 29. apríl 2021 - kl. 11:43
Tuttugu lausnir í úrslit í Ullarþoni

Dómarar í stafrænu nýsköpunarkeppninni Ullarþoni hafa valið 16 teymi, sem standa að baki 20 lausnum tengdum ull með einum eða öðrum hætti, til að kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefndum í fjórum flokkum í byrjun maí. Alls bárust 63 gildar lausnir frá 100 þátttakendum. Kynning teymanna fyrir dómnefndunum fer fram með stafrænum hætti og svo verða úrslit gerð kunn á HönnunarMars 20. maí.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun veita verðlaun við hátíðarlega athöfn.

Lausnirnar tuttugu sem keppa til úrslita í keppnisflokkunum fjórum eru:

Óunnin ull

 • Anna María G. Pétursdóttir: ,,Cool wool box“
 • María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen: ,Snoðbreiðan“
 • Jón Gautason og Hrönn Jónsdóttir: ,,Ullarhúsið“
 • Marie Legatelois, Júlia Brekkan og Guðni Þór Þrándarson: ,,INSUWOOL“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir, Hanna Birna Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“

Blöndun við ull

 • María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson Ottesen: ,,Snoðbreiðan“
 • Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Urta(g)ull“
 • Jens Einarsson, Hlynur Halldórsson: „Heilnæm hljóðvist“
 • Guðný Sara Birgisdóttir: ,,Spuni – Studió GÁ“
 • & Árni Freyr Jónsson, Philippe Clause: ,,Ullarleður“

Ný afurð

 • Marie Legatelois, Júlia Brekkan, Guðni Þór Þrándarson: ,,INSUWOOL“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna Sigurðardóttir: ,,Samvist, samvera, náttúra, tenging“
 • Þórhallur Markússon: ,,Hagall“
 • Anna María G Pétursdóttir: ,,Cool wool box“
 • Sigrún Helga Indriðadóttir og Þórir Guðmundsson: ,,Ullarspíra“

Stafrænar lausnir og rekjanleiki

 • Móbotna - Ágústa Kristín Grétarsdóttir og Kristjana Birna Svansdóttir: ,,Lúxusvörur af forystufé“
 • Guðríður Baldvinsdóttir: ,,Rekjanleiki heim í fjárhús“
 • Hringanóra, Laufey Kristín Skúladóttir og Hanna Birna Sigurðardóttir: „Unikind”
 • Jennifer Please:,,Spóla Iceland“
 • Þóra Margrét Lúthersdóttir og Hilma Eiðsdóttir Bakken:„QR kóði Ullar- Þóma“

Sigurvegari í hverjum flokki hlýtur 400.000 krónur í verðlaun ásamt því að hver úr teyminu fær gjafir frá Ístex. Þá býður Hallormsstaðaskóli einu teymi fimm vinnudaga dvöl við skólann.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga