Tilkynningar | 29. apríl 2021 - kl. 12:23
Auglýst eftir samstarfsaðilum
Frá Textílmiðstöð Íslands

Við ætlum að halda líflega og áhugaverða Prjónagleði 11.-13. júní næstkomandi og leitum að samstarfsaðilum á Norðurlandi vestra til þess að glæða hátíðina lífi og gleði. Viðburðir, afþreying, kynningar, þjónusta, tilboð og afslættir og hvað eina sem fólki og fyrirtækjum dettur í hug og lífgar upp á helgina kemur til greina. Tilvalið tækifæri til að bjóða upp á eitthvað áhugavert og laða að viðskipti.

Markmiðið er að taka hlýlega og skemmtilega á móti gestum Prjónagleðinnar og búa til góðar minningar um heimsókn á Blönduós og Norðurland vestra.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Svanhildur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is eða í síma 846258. www.textilmidstod.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga