Fréttir | 02. maí 2021 - kl. 08:58
Yfir 100 þúsund bólusettir

Fyrir helgi voru um 109 þúsund manns búnir að fá a.m.k. fyrri sprautuna af bóluefni gegn COVID-19, sem er um 37,5% af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja hér á landi. Búið er að bólusetja yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem eru 60 ára og eldri og hluta fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Áætlað er að bólusett verði með 20.000 til 30.000 skömmtum í þessari viku, þ.e. 3.-7. maí næstkomandi.

Sjá tölfræði um bólusetningu hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga